Home Fréttir Í fréttum 11.09.2021 Nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ – arkitektahönnun

11.09.2021 Nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ – arkitektahönnun

90
0

Consensa fyrir hönd Reykjanesbæjar óskar eftir tilboðum í arkitektahönnun nýs hjúkrunarheimilis sem verður staðsett að Njarðarvöllum 2 í Reykjanesbæ.

<>

Á lóðinni er fyrir starfandi hjúkrunarheimili og er ekki um að ræða stækkun eða breytingu á því.

Nýja hjúkrunarheimilið skal innihalda rými fyrir 60 heimilismenn og skal verkefnið unnið með kröfum BREEAM „Very good“ að markmiði.

Markmið útboðsins er að velja sex (6) lykilaðila sem koma til með að vera hluti af hönnunarteymi sem falið verður það hlutverk að taka að sér og bera ábyrgð á fullnaðarhönnun hjúkrunarheimilisins.

Þeir lykilaðilar sem valdir verða í útboði þessu eru eftirtaldir aðilar:

  • Hönnunarstjóri
  • Arkitekt
  • Landslagsarkitekt
  • Brunahönnuður
  • Hljóðvistarhönnuður
  • BIM ráðgjafi

Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum www.tendsign.is.

Nánari upplýsingar má finna  í útboðsgögnum sem eru öllum aðgengileg á vefslóðinni:
https://tendsign.is/doc.aspx?UniqueId=afflssjxog&GoTo=Tender