Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið: ” Grænaborg – Fráveita – Útrás ”
Verkið er fólgið í því að leggja og ganga frá að fullu með tilheyrandi jarðvinnu; nýrri sjólögn á haf út sem er um 420 m löng og endar á um 5 m dýpi, ofanvatnslögn og yfirfallslögn sem liggja samsíða sjólögninni og liggja í fjöru og eru um 80 m langar.
Lagnirnar liggja frá fyrirhugaðri dælu- og hreinsistöð sem verður staðsett ofan núverandi sjóvarnargarðs, neðan við göturnar Vesturborg og Sjávarborg í Grænuborgarhverfi, og leggjast undir sjóvarnargarðinn á leið sinni um fjöru og á haf út.
Hluti sjólagnar verður niðurgrafinn í fjöru og hluti lagður í sjó með steinsteyptum festum, sem einnig á við um ofanvatnslögn og yfirfallslögn að hluta.
Rjúfa þarf sjóvarnargarð á meðan lögnum er komið þar fyrir og síðan skal ganga að fullu frá garðinum í samræmi við það sem áður var.
Helstu magntölur eru:
Uppgröftur 900 m3
Fyllingar 930 m3
Fráveitulagnir 540 m
Verklok skulu vera eigi síðar en 30. nóvember 2021.
Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst til Davíðs Viðarssonar, sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Sveitarfélagsins Voga, á netfangið david@vogar.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang, verður þeim þá send útboðsgögnin í tölvupósti.
Útboðsgögn verða afhent frá og með miðvikudeginum 11. ágúst 2021.
Tilboð skulu hafa borist í tölvupósti á netfangið david@vogar.is, eigi síðar en mánudaginn, 30. ágúst 2021 kl. 10:00.
Opnun tilboða fer fram á fjarfundi með „Teams“, fundarkerfi mánudaginn 30. ágúst 2021, kl. 11:00. Þeir bjóðendur sem vilja tengjast opnunarfundinum skulu senda beiðni um það á netfangið david@vogar.is eigi síðar en kl. 10:00 á opnunardag tilboða og verður þeim þá sendur hlekkur til að tengjast fundinum.