Home Fréttir Í fréttum Fjögur fyrirtæki talin hæf í framkvæmdir við Hornafjarðarfljót

Fjögur fyrirtæki talin hæf í framkvæmdir við Hornafjarðarfljót

404
0
Mynd: Skessuhorn.is

Fjögur fyrirtæki hafa verið metin uppfylla öll skilyrði til þátttöku í útboði um stórframkvæmd í vegagerð á hringveginum við Hornafjarðarfljót.

<>

Verkefnið er eitt þeirra samvinnuverkefna sem stjórnvöld hafa boðað á sunnanverðu landinu.

Þeirra á meðal er Borgarverk ehf. Hin fyrirtækin eru ÞG verktakar, Ístak og Þróun og ráðgjöf ehf., ÍAV og Arctica finance hef fyrir hönd óstofnaðs félags.

Vegagerðin hélt fyrr á þessu ári markaðskönnun um verkefnið, en hún var skref í undirbúningi útboðsins þar sem tilgangurinn var að kanna áhuga verktaka á útboðinu, sýn þeirra á helstu skilmála verkefnisins og hvernig hægt væri að útfæra verkefnið á sem hagkvæmastan máta.

Um er að ræða nýja legu Hringvegarins um Hornafjarðarfljót sem mun stytta núverandi hringveg um 12 kílómetra.

Framkvæmdin felur í sér lagningu 19 kílómetra langs þjóðvegar, byggingu fjögurra tvíbreiðra brúa, lagningu nokkurra hliðarvega, samtals um fjögurra kílómetra langra, auk tveggja áningarstaða.

Í samvinnuverkefni sem þessu felst að ríkið semur við verktaka, í kjölfar útboðs, um framkvæmdina, fjármögnun, rekstur og viðhald mannvirkjanna til lengri tíma.

Útboðið felur í sér byggingu og fjármögnun mannvirkjanna auk reksturs og viðhaldi þeirra á 20-30 ára samningstíma.

Gert er ráð fyrir að ríkið leggi til allt að 50% fjármagnsins er þarf til framkvæmdanna. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist fyrir árslok.

Heimild: Skessuhorn.is