Home Fréttir Í fréttum 25% tekjusamdráttur hjá Ístaki

25% tekjusamdráttur hjá Ístaki

226
0
Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Aðsend mynd

Tekjur Ístaks á síðasta reikningsári námu 10,8 milljörðum króna miðað við 14,4 milljarða árið áður.

<>

Hagnaður félagsins nam 96 milljónum króna á árinu, sem er töluvert minna en árið áður þegar hagnaðurinn var 414 milljónir króna. Eignir félagsins voru bókfærðar á 5,1 milljarð króna á árinu, eigið fé var 2,1 milljarður króna og var eiginfjárhlutfallið því um 41%.

Handbært fé í árslok nam 429 milljónum króna og jókst um 125 milljónir á árinu. Arður fyrir 37 milljónir króna var greiddu út á árinu en engin arður var greiddur út árið áður.

Faraldurinn hafði nokkur áhrif á félagið félag þar sem endurskipuleggja þurfti rekstur til að tryggja rekstrarsamfellu og taka tillit til fjöldatakmarkana.

Þá hafði faraldurinn líka áhrif á þau verk sem verðbætt voru með byggingarvísitölu en hún lækkaði um 3% í kjölfar „allir vinna“ átaksins.

Framkvæmdastjóri Ístaks er Karl Andreassen og félagið er í eigu danska verktakafyrirtækisins Per Aarsleff A/S.

Heimild: Vb.is