Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hringvegur (1), Fossvellir-Lögbergsbrekka, eftirlit (EES)

Opnun útboðs: Hringvegur (1), Fossvellir-Lögbergsbrekka, eftirlit (EES)

218
0
Lögbergsbrekkan verður 2+2 vegur með aðskildum akreinum. VEGAGERÐIN

Vegagerðin bauð út eftirlit með útboðsverkinu Hringvegur (1), Fossvellir – Lögbergsbrekka.

<>

Verkið felur í sér tvöföldun Suðurlandsvegar á um 3,3 km kafla ásamt gerð hliðar- og tengivega og undirganga fyrir ríðandi umferð.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og bar bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð í byrjun árs 2022.

 

Tilboðum bar að skila fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 13. júlí  2021. Eftirtaldir lögðu fram tilboð fyrir lok tilboðsfrests:

Mannvit, Kópavogi
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík

 

Föstudaginn 16. júlí 2021 verður tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.