F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Sjómannaskólareitur – Gatnagerð og lagnir, Útboð nr. 15262
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 14:00 þann 13. júlí 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 5. ágúst 2021.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, sjá má niðurstöðu á vefslóðinni https://reykjavik.is/opnun-tilboda-2021
Lýsing á verkefninu:
Framkvæmdin felur í sér gatnagerð og lagnavinnu vegna nýrra byggingalóða á Sjómannaskólareit.
Helstu verkþættir eru:
- Rif núverandi yfirborðs
- Jarðvegsskipti í götum og bílastæðum
- Gröftur og lagning fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og rafveitu.
- Reising ljósastólpa
- Malbikun
Helstu magntölur eru:
- Upprif malbiks og hellulagnar 1.850 m2
- Gröftur 5.790 m3
- Fylling og söndun 3.980 m3
- Losun á klöpp 1.600 m3
- Malbikun 2.030 m2
- Fráveitulagnir 1.065 m
- Kaldavatnslagnir 560 m
- Hitaveita 828 m
- Raflagnir 2.595 m
- Fjarskiptalagnir 1.800 m
- Uppsetning nýrra ljósastólpa 7 stk
Lok framkvæmdatíma 31.8.2022
-
- 1. áfangi 20.12.2021
- 2. áfangi 31.8.2022