Home Fréttir Í fréttum Töluverðar viðhaldsframkvæmdir á Norðfjarðarkirkju í sumar

Töluverðar viðhaldsframkvæmdir á Norðfjarðarkirkju í sumar

90
0
Mynd: Austurfrett.is

Í sumar hefur verið unnið að viðhaldsframkvæmdum á Norðfjarðarkirkju og framhald er á þeim framkvæmdum.

<>

Nýverið var skipt um járn á turninum og stefnt er að því að málningarvinna hefjist von bráðar. „Við höfum undanfarin ár verið að huga að viðhald á kirkjunni. Fyrir tveimur árum skiptum við um alla glugga í kirkjunni og settum nýtt gler.

Við tökum þetta viðhald í áföngum enda um dýra framkvæmd að ræða. Næst á dagskrá er málningarvinna þar sem bæði safnaðarheimilið og kirkjan verða máluð og ætti það að klárast, ef veður leyfir, í sumar,“ segir Guðjón Magnússon formaður sóknarnefndar Norðfjarðar.

Í framkvæmdunum í sumar kom í ljós að kirkjuklukkan er úr sér gengin og þarf því að fara skipta um hana. „Hún reyndist ónýt þegar hún var skoðuð og það svarar ekki kostnaði að láta gera við hana.

Umgjörðin á henni allri er mjög ryðguð og við munum því fara í það verkefni að fjármagna og kaupa nýja kirkjuklukku á næstunni, “ segir Guðjón að endingu.

Heimild: Austurfrett.is