Home Fréttir Í fréttum Orka náttúrunnar telur útboð byggt á röngum tölum

Orka náttúrunnar telur útboð byggt á röngum tölum

154
0
Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Enn eru hátt í hundrað og sextíu götuhleðslur eða rafhleðslustaurar óvirkir í borginni eftir að Kærunefnd útboðsmála gerði athugasemdir við útboð Reykjavíkurborgar á starfseminni.

Orka náttúrunnar krefst endurupptöku rafhleðslustauramálsins af hálfu Kærunefndar útboðsmála. Fyrirtækið hefur sent inn athugasemdir þar sem því er haldið fram að útboð vegna rafhleðslustaura hafi verið byggt á röngum tölum og því sé það ógilt.

<>

Breki Logason forstöðumaður samskiptasviðs Orku náttúrunnar segir athugasemdum hafa verið komið á framfæri og nú sé beðið eftir viðbrögðum frá Kærunefnd útboðsmála.

Ekki eigi að þurfa að bjóða rekstur og uppsetningu rafhleðslustauranna út á Evrópska efnahagssvæðinu eins og fyrirtækið Ísorka krafðist.

Upphæðirnar í útboðinu séu í raun lægri en svo. Menn vonist til að málið skýrist hið fyrsta og að rafhleðslustaurarnir verði virkir og nýtist borgarbúum.

Götuhleðslan verði boðin gjaldfrjáls uns niðurstaða fæst ef leyft verði að virkja staurana á ný.

Heimild: Ruv.is