Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir í Þorskafirði ganga vel

Framkvæmdir í Þorskafirði ganga vel

239
0
Þorskafjörður. Vegfyllingin er komin út í miðjan fjörð. Þar verður byggð 260 m steinsteypt brú yfir dýpsta álinn Mynd: mbl.is/Þorgeir Baldursson

Starfs­menn Suður­verks eru langt komn­ir með að aka út land­fyll­ingu á eystri hluta Þorska­fjarðar.

<>

Vest­fjarðaveg­ur mun fara yfir veg­fyll­ingu og brú í stað þess að fara fyr­ir fjörðinn. Stytt­ir þetta leiðina um 10 kíló­metra.

Suður­verk bauð rúma tvo millj­arða í verkið og var lægst­bjóðandi. Fram­kvæmd­ir hóf­ust í vor.

Dof­ri Ey­steins­son,fram­kvæmda­stjóri Suður­verks, seg­ir að fyll­ing­in sé kom­in út í dýpsta ál­inn, þar sem brú­in verður byggð. Þar er jafn­framt mesta sigið.

Fyll­ing­arn­ar verði látn­ar síga og síðar verði grjótvörn raðað  utan á. Lend­ing­in að vest­an­verðu er rétt sunn­anvið raflínu­mastrið sem sést á mynd­inni.

Ekki er hægt að byrja að aka út fyll­ingu þeim meg­in fyrr en brú­in hef­ur verið byggð og vatni hleypt und­ir hana.

Heimild: Mbl.is