Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hringvegur (1) um Hverfisfljót og Núpsvötn, eftirlit og ráðgjöf (EES)

Opnun útboðs: Hringvegur (1) um Hverfisfljót og Núpsvötn, eftirlit og ráðgjöf (EES)

208
0

Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Hringvegar (1) um Hverfisfljót og Núpsvötn.

<>

Verkið innifelur byggingu brúa á Hverfisfljót og Núpsvötn ásamt endurgerð vegkafla beggja vegna. Að auki er hluti af verkinu gerð áningarstaða við báðar brýrnar.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Tilboðum bar að skila fyrir kl. 14:00 föstudaginn 25.júní 2021.

Eftirtaldir lögðu fram tilboð fyrir lok tilboðsfrests:

 

Efla hf., Reykjavík
Hnit, verkfræðistofa hf., Reykjavík
Mannvit, Kópavogi

Miðvikudaginn 30. júní 2021 verður tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.