Home Fréttir Í fréttum 12.07.2021 Kársnesskóli, eftirlitsaðili og byggingarstjóri

12.07.2021 Kársnesskóli, eftirlitsaðili og byggingarstjóri

291
0
Kársnesskóli hinn nýji. Tölvuteikning/Batteríið.

Kópavogsbær óskar eftir aðila/aðilum til að annast eftirlit og byggingarstjórn með nýbyggingu Kársnesskóla, milli Skólagerðis og Holtagerðis í Kópavogi.

<>

Byggingarstjóri og eftirlitsmaður getur annað hvort verið einn og sami aðilinn eða tveir mismunandi aðilar.

Um er að ræða eftirlit og byggingarstjórn við skólabygginguna, með steyptum sökklum og botnplötu en burðarvirki úr KLT (krosslímdum timbureiningum), sem skal skilað fullfrágenginni og tilbúna til notkunar. Skólabyggingin skal hljóta umhverfismerki Svansins. Jarðvinnu er lokið.

Frekari upplýsingar um þær kröfur sem gerðar og aðilar verða að uppfylla eru aðgengilegar í rafræna útboðskerfinu TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/

Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en kl. 11:00, mánudaginn 12. júlí 2021.