Home Fréttir Í fréttum Sex milljarðar í línuframkvæmdir

Sex milljarðar í línuframkvæmdir

94
0
Línurnar eru hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem ætlað er að bæta orkunýtingu, auka flutningsgetu og afhendingaröryggi rafmagns. Myndin er úr safni. mbl.is/Þorgeir

Landsnet og Nor­ræni fjár­fest­ing­ar­bank­inn (NIB) hafa skrifað und­ir lána­samn­ing að fjár­hæð 50 millj­ón­ir banda­ríkja­dala, um sex millj­arðar króna, til að fjár­magna fram­kvæmd­ir við Kröflu­línu 3 og Hólasands­línu 3.

<>

Lín­urn­ar eru hluti af nýrri kyn­slóð byggðalínu sem ætlað er að bæta ork­u­nýt­ingu, auka flutn­ings­getu og af­hend­ingarör­yggi raf­magns, ekki bara á svæðinu sem lín­urn­ar liggja um held­ur einnig fyr­ir flutn­ings­kerfið í heild sinni, að því er Landsnet grein­ir frá í til­kynn­ingu.

Guðlaug Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Landsnets, seg­ir lánið mjög hag­stætt, sé á föst­um vöxt­um og til tíu ára.

„Það er ánægju­legt að það hafi gengið eft­ir að semja við Nor­ræna fjár­fest­ing­ar­bank­ann um lán til að fjár­magna tvö af okk­ar stærstu og mik­il­væg­ustu verk­efn­um í dag, Kröflu­línu 3, sem er teng­ing á milli Kröflu og Fljóts­dals, og Hólasands­línu 3 á milli Ak­ur­eyr­ar og Hólasands.

Lín­urn­ar eru hluti af nýrri kyn­slóð byggðalínu sem ætlað er að leggja grunn­inn að grænni ork­u­nýt­ingu.

Fram­kvæmd­ir við lín­urn­ar ganga vel og hef­ur það verið áskor­un að halda áætl­un á tím­um heims­far­ald­urs þar sem við erum mjög háð birgj­um og réttri og ör­uggri af­hend­ingu á vör­um og þjón­ustu.

Okk­ar verk­efni hjá Landsneti er að sjá öll­um lands­hlut­um fyr­ir ör­uggu raf­magni. Upp­bygg­ing, eins og nú stend­ur yfir, krefst mik­ill­ar skipu­lagn­ing­ar og sam­ræm­ing­ar auk þess sem við leit­umst stöðugt við að þróa flutn­ings­kerfið áfram á eins hag­kvæm­an hátt og mögu­legt er.

Samn­ing­ur sem við skrifuðum und­ir við Nor­ræna fjár­fest­ing­ar­bank­ann er hag­stæður og eyk­ur hag­kvæmni gagn­vart viðskipta­vin­um okk­ar,“ er haft eft­ir Guðlaugu.

Heimild: Mbl.is