Home Fréttir Í fréttum Seld á 365 milljónir

Seld á 365 milljónir

239
0
Þakíbúð. Gott útsýni er úr íbúðinni mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann­es Hilm­ars­son fjár­fest­ir hef­ur keypt þak­í­búð í Skugga­hverf­inu á 365 millj­ón­ir króna. Íbúðin er á tveim­ur hæðum og með henni fylgja rúm­góðar sval­ir og þak­g­arður.

<>

Selj­andi íbúðar­inn­ar er fé­lagið Skuggi 4 ehf., sem er í eigu þriggja fé­laga í eigu jafn margra fjár­festa.

Íbúðin var áður í eigu Ró­berts Wessman, for­stjóra Al­vo­gen, sem seldi hana við kaup á íbúðum á RÚV-reitn­um. Þar áður var íbúðin í eigu Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, sem gjarn­an er kennd­ur við Brim, en at­hygli vek­ur að íbúðin er enn fok­held, fimm árum eft­ir að íbúðat­urn­inn var til­bú­inn.

Ólaf­ur H. Guðgeirs­son, fast­eigna­sali hjá Eignamiðlun, hafði milli­göngu um söl­una á um­ræddri þak­í­búð við Vatns­stíg. Hann seg­ir tak­markað fram­boð af íbúðum í svo háum gæðaflokki hafa áhrif á verðið, líkt og á bestu sjáv­ar­lóðum á til dæm­is Seltjarn­ar­nesi og Arn­ar­nesi.

„Við erum að verða það efnuð þjóð að það er markaður fyr­ir svona eign­ir,“ seg­ir Ólaf­ur í um­fjöll­un um viðskipti þessi i Morg­un­blaðinu í dag og bend­ir á að sér­býli séu að verða tak­mörkuð gæði á höfuðborg­ar­svæðinu vegna skipu­lags­stefnu borg­ar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is