Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan að verslun Krónunnar á Akureyri

Fyrsta skóflustungan að verslun Krónunnar á Akureyri

157
0
Mynd: Agnieszka Luksza

Fyrsta skóflustungan að nýrri verslun Krónunnar á Akureyri var tekin klukkan 10.00 í dag á Hvannavallareitnum.

<>

Nú stendur til að Krónan opni á Akureyri síðla árs 2022 en koma verslunarinnar í bæinn hefur staðið til frá því árið 2016.

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, og Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, eignarhaldsfélags Krónunnar, tóku fyrstu skóflustunguna að nýju versluninni.

Krónuverslunin verður rúmir 2.000 fermetrar að stærð og verður fyrsti áfangi framkvæmdarinnar í höndum Lækjarsels ehf, á Akureyri.

„Krónan er dagvöruverslun sem leggur mikið upp úr ferskvöru, hollustu og umhverfismálum – og elskar snjallar lausnir sem einfalda lífið.

Áhersla er lögð á að koma þessu fjölbreytta vöruúrvali í hendur neytenda á eins ódýran hátt og mögulegt er.

Krónuverslanir hafa verið starfræktar á Íslandi frá árinu 2000,“ segir í tilkynningu Krónunnar.

„Þessi skóflustunga hér í dag er langþráð og markar mikilvæg tímamót hjá Krónunni. Með þessari verslun, sem verður okkar fyrsta á Norðurlandi, náum við að auka þjónustu okkar á landsbyggðinni og stækka hóp mögulegra viðskiptavina okkar verulega.

Við hlökkum mikið til að hefja samstarf við fólkið á svæðinu og ekki síst að taka virkan þátt í nærumhverfi Krónunnar hér á Akureyri.

Við munum að venju leggja allt okkar í að bjóða vandað vöruúrval á sem bestu verði og kynna snjallar lausnir sem einfalda lífið við innkaupin,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar.

Heimild: Kaffid.is