Home Fréttir Í fréttum Samþykkt að fara í 780 milljónar kr. endurbætur á húsnæði Grundaskóla

Samþykkt að fara í 780 milljónar kr. endurbætur á húsnæði Grundaskóla

134
0
Mynd: Skagafrettir.is

Fyrr á þessu ári var ljóst að ráðast þyrfti í viðamiklar endurbætur á húsnæði Grundaskóla vegna rakaskemmda.

<>

Á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku voru tveir kostir lagði fram fyrir ráðið og var svokölluð leið A fyrir valinu.

Sú leið felur m.a. í sér að framkvæmdakostnaður við endurbætur á Grundaskóla verður 780 milljónir kr.

Á fundinum var samþykkt að lagt verði út í hönnunarkostnað til þess að ná utan um einstaka verkþætti framkvæmdarleiðar A.

Þar að auki kom fram að þessi framkvæmd mun leiða af sér breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins.

Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins m.t.t. til kostnaðaráætlunar, lánsþörf vegna framkvæmdarinnar o.fl.

Í minnisblaði sem Andrúm Arkitektar hafa lagt fram kemur fram að framkvæmdakostnaður við leið A sé um 780 milljónir kr. í endurbótum á 2.620 fermetrum eða sem nemur tæplega 300 þúsund kr. á hvern fermetra.

Í leið B er gert ráð fyrir framkvæmdakostnaði upp á 590 milljónir kr. vegna endurbóta á 2.260 fermetrum eða sem nemur 260 þúsund kr. á hvern fermetra.

210605 Grundaskóli – leiðir A og B við endurbætur – minnisblað

Heimild: Skagafrettir.is