Home Fréttir Í fréttum Slæmir leigjendur skaða markaðinn

Slæmir leigjendur skaða markaðinn

74
0
Það bráðvantar fleiri litlar íbúðir á leigumarkaðinn. Útleigunni fylgir hins vegar áhætta sem margir hika við að taka, af ótta við að fá óskilvísa leigjendur sem ganga illa um. Baldur Þorsteinsson kom að íbúð sinni í rúst eftir einn slíkan leigjanda og situr uppi með þó nokkurt fjárhagstjón.

Kastljós hefur fjallað nokkuð um erfitt ástand á leigumarkaði. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að það væri að hluta vegna þess að það væri lítið út úr langtímaleigu að hafa fyrir leigusala, en hann hefur reiknað það út miðað við gögn um leigumarkaðinn sem fyrir liggja hjá Þjóðskrá Íslands.

<>

Útleigu fylgir líka áhætta, sem eldra fólk er oft hikandi við að taka, þótt það hefði möguleika á því. Baldur segir sína reynslu og fleiri vondar sögur hafa ýtt undir hræðslu eldra fólks í kringum hann, sem gæti verið að leigja út litlar íbúðir sem sárvantar á markaðinn, en þorir það ekki af ótta við að fá óskilvísa leigjendur sem ganga illa um.

Svörtu sauðirnir eyðileggja því fyrir þeim fjölmörgu fyrirmyndarleigjendum sem eru að leita sér að húsnæði.

Heimild: Rúv.is