Home Fréttir Í fréttum Alvogen greiðir 192 milljónir í gatnagerðargjöld

Alvogen greiðir 192 milljónir í gatnagerðargjöld

99
0

Gatnagerðargjöld sem Alvogen greiðir renna í borgarsjóð, en ekki vasa Róberts Wessman líkt og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hélt fram í útvarpsviðtali um helgina.

<>

Kári fór mikinn í gagnrýni sinni á Reykjavíkurborg í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 og sagði borgina hafa hagað sér eins og aula í málefnum tengdum Vatnsmýrinni. Nefndi hann í því samhengi að borgin hafi fríað Alvogen, sem byggir hátæknisetur i Vatnsmýri, frá því að borga gatnagerðargjöld sem hafi „endað í vasa Róberts Wessman“.

Í svari sem Reykjavíkurborg gaf spyr.is í mars í fyrra nema tekjur borgarinnar af gatnagerðargjöldum ríflega 192 milljónum króna. Þá eru áætluð fasteignagjöld á ári fyrir bygginguna meðan fyrirtækið starfar 54 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru þessar tölur enn í gildi.

Þá greiðir Alvogen enn fremur 60 milljónir króna á ári í lóðarleigu til Vísindagarða HÍ, sem á umrædda lóð. Segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen, að ákveðins misskilnings hafi gætt vegna gatnagerðargjaldanna, en hann hafi nú verið leiðréttur. “Það verður ánægjulegt að starfa í næsta nágrenni við Decode og Háskóla Íslands og áhætt að segja að bjartir tímar séu framundan í Vatnsmýrinni.“

Alls nemur fjárfesting Alvogen í Vatnsmýri 8 milljörðum króna. Þar starfa nú þegar 100 manns, en áætlað er að um 300 manns muni starfa hjá hátæknisetrinu þegar fram í sækir.

Heimild: Eyjan.is