Home Fréttir Í fréttum „Ekki fyrir venjulegan Íslending að kaupa sér íbúð á þessu háa verði“

„Ekki fyrir venjulegan Íslending að kaupa sér íbúð á þessu háa verði“

54
0

„Það er ekki fyrir venjulegan Íslending að kaupa sér íbúð í dag á þessu háa verði.“ Þetta segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Líkt og flestir hafa tekið eftir þá hafa fasteignir hækkað gríðarlega mikið í verði síðustu misseri.

<>

Ingibjörg ræddi stöðuna á fasteignamarkaðinum á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún að verðlag á fasteignum í miðborg Reykjavíkur, 101, oft á tíðum óeðlilega hátt.

Mikil þensla hafi orðið í 101 eftir að nýjar lúxusíbúðir hafi komið á markað í hverfinu sem hækkuðu fasteignaverð mikið. Að sama skapi sé ekki eðlilegt að gamlar íbúðir, sem eru ekkert annað en póstnúmerið, séu verðlagðar á sama hátt og glænýjar lúxusíbúðir.

„Það verður líka að taka í myndina að lóðir eru dýrar í dag. Þá á eftir að gera allt og reisa húsið. Það er því eðlilegt að þeir sem taki sér þessi verk á hendur verðleggi íbúðirnar eftir því. En það ætti ekki að bita á fasteignaverði eldri fasteigna í hverfinu,“

segir Ingibjörg og bætir við að þróunin sé sú sama á Íslandi og annarstaðar sem er að það sé mun dýrara að búa miðsvæðis heldur en í úthverfum.

Ingibjörg bendir á að fasteignaverð lækki töluvert þegar komið sé út úr miðborginni.

Erfitt sé þó að útskýra þær stórkostlegu verðhækkanir sem hafi orðið síðustu misseri og það stóra bil sem er að myndast, á milli hverfa.

Hækkun á fasteignaverðir nær yfir allt höfuðborgarsvæðið, og víðar. Ingibjörg segist áhyggjufull yfir því að það sé ekki á allra færi að eignast þak yfir höfuðið. Erfitt sé að standast greiðslumat og ekki fyrir hvern sem er að borga af svo háum lánum.

„Einhverstaðar hlýtur þetta að stoppa. Ég vona sömuleiðis að hækkanir haldi ekki áfram og verði jafn miklar og bankarnir eru að spá. En markaðslögmálið gildir víst í þessu sem og annarstaðar. Á meðan það finnast kaupendur þá heldur verðið áfram að hækka.“

Heimild: Pressan.is