Home Fréttir Í fréttum Kári segir borgina hafa hagað sér eins og auli þegar kemur að...

Kári segir borgina hafa hagað sér eins og auli þegar kemur að Vatnsmýrinni

205
0

„Ég hef reynt að búa til minn skilning á þessari sögu um hvernig S8 fékk þessa lóð við Hlíðarenda, þegar við sömdum við bæinn um að reisa hús í Vatnsmýrinni yfir Íslenska erfðagreiningu þá varð til sá skilningur milli mín og þáverandi borgarstjóra að ef fyrirtækið þyrfti á frekari húsnæði að halda þá væri sá möguleiki fyrir hendi að reisa álm í viðbót við húsið,“

<>

sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í þættinum Vikulokin á Rás 1 í hádeginu. Tilefnið eru fréttir vikunnar um að félagið S8 ætli að reisa eigi átján þúsund fermetra hótel á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar. Kári segir samkomulag sitt við fyrrverandi borgarstjóra ekki hafa verið skjalfest:

”Svo allt í einu er Jóhann Halldórsson búinn að búa til úr þessu vöru sem hann selur borgarstjóra “

Kári segir það myndarlega gert af Jóhanni að fá borgarstjóra til að borga sér fyrir eitthvað sem hann átti ekki og sé það í samræmi við hvernig borgin hafi farið með hlunnindi sín í Vatnsmýrinni almennt.

”Ég held að Jóhann Halldórsson hafi ekki gert neitt nema að hlúa að sínum hagsmunum, sem maður reiknar með að hann geri. Ég held því hinsvegar fram að borgin hafi hagað sér eins og auli í þessu máli.“

Kári gagnrýnir borgina enn frekar og segir hana hafa m.a. fríað Alvogen frá því að borga gatnagerðargjöld sem hafi endað í vasa Róberts Wessman eiganda Alvogen þegar húsið var selt.

Heimild: Eyjan.is