Home Fréttir Í fréttum Millj­ón rúm­metr­um af sandi dælt á ári

Millj­ón rúm­metr­um af sandi dælt á ári

64
0

Dælu­skipið Taccola hef­ur síðustu daga verið að dæla upp sandi við Land­eyja­höfn. Verk­inu miðar vel áfram þó að nokk­urra daga töf hafi orðið vegna veðurs og dæl­ing­ar.

<>

Er skip­inu ætlað að dæla upp um 300 þúsund rúm­metr­um og náðist á þrem­ur dög­um að ná upp um 100 þús. rúmm.

Taccola er mun stærra og öfl­ugra skip en þau sem áður hafa dælt við höfn­ina, reynd­ar svo stórt að því er ekki ætlað að dæla inni í höfn­inni sjálfri. Í viðtali Eyja­f­rétta við skip­stjóra Taccola kem­ur fram að minna skip, er nefn­ist Pinta, sé vænt­an­legt hingað til lands í mars nk. til að hreinsa höfn­ina. Fram að því halda skip frá Björg­un áfram dæl­ingu þar. Þau hafa frá lok apríl sl. dælt um 400 þúsund rúm­metr­um úr höfn­inni.

Heimild: Mbl.is