Home Fréttir Í fréttum Tíu milljarða íbúðasala í Smárabyggð

Tíu milljarða íbúðasala í Smárabyggð

268
0
Aðsend mynd

Smárabyggð ehf. sem vinnur að byggingu íbúða sunnan við Smáralind hagnaðist um 568 milljónir króna á síðasta ári.

<>

Fasteignaþróunarfélagið Smárabyggð ehf., sem vinnur að því að reisa byggð sunnan við Smáralind í Kópavogi undir nafninu 201 Smári, hagnaðist um 568 milljónir á síðasta ári og 524 milljónir árið 2019.

Félagið seldi íbúðir fyrir tæplega 5,3 milljarða króna á árinu 2020 líkt og árið 2019 og nemur heildarsala íbúða á svæðinu því yfir 10 milljörðum króna.

Byggingarkostnaður seldra eigna var nær 4,6 milljarðar króna og lækkar um 68 milljónir á milli ára. Rekstrarhagnaður var 711 milljónir en var 652 milljónir fyrir ári.

Í ársreikningi félagsins kemur fram að samþykki sé fyrir uppbyggingu 647 íbúða á lóðum félagsins. Í lok árs 2020 var byggingu 216 íbúða lokið og þar af voru 209 seldar. 84 íbúðir til viðbótar voru komnar í byggingu og undirbúningur og hönnun hafin á 201 íbúð.

Framkvæmdir hófust árið 2017 og er stefnt að því að þeim ljúki árið 2023.

Bókfærðar eignir Smárabyggðar í árslok námu tæplega 6,1 milljarði króna en voru 8,2 milljarðar króna fyrir ári.

Skuldir lækkuðu úr 7,5 milljörðum í 4,8 milljarða króna en félagið greiddi niður lán upp á 2,8 milljarða króna á árinu.

Þá hækkaði eigið fé hækkaði úr 679 milljónum króna 1,25 milljarða króna.

Móðurfélag Smárabyggðar er Grunnur I ehf., en þar eru stærstu hluthafarnir Varða Capital og Klasi með tæplega 40% hlut hvort um sig.

Varða Capital er í eigu Gríms Alfreðs Garðarssonar, Jónasar Hagan og Edward Mac Gillivray Schmidt. Klasi er að mestu í eigu Tómasar Kristjánssonar, Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar.

Þá keypti Reginn ríflega 20% hlut sjóðsins GAMMA:201 í verkefninu fyrr á þessu ári en Reginn er einnig eigandi Smáralindar.

Heimild: Vb.is