Home Fréttir Í fréttum Hamborgarar víki fyrir íbúðum

Hamborgarar víki fyrir íbúðum

253
0
Ofanleiti 14. Hamborgarabúllan mun mögulega hverfa í framtíðinni og íbúðarhús rísa í staðinn. mbl.is/sisi

Á fundi skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur fyr­ir skömmu var tek­in til af­greiðslu fyr­ir­spurn a2f arki­tekta ehf., dag­sett 17. maí 2021, um breyt­ingu á deili­skipu­lagi Kringlu­bæj­ar 2. áfanga vegna lóðar­inn­ar núm­er 14 við Of­an­leiti (Ham­borg­ara­búlla Tóm­as­ar).

<>

Í fyr­ir­spurn­inni felst niðurrif á nú­ver­andi bygg­ingu og í staðinn komi lítið fjöl­býl­is­hús ásamt bíla­kjall­ara, norðar á lóðinni. Mál­inu var vísað til um­sagn­ar verk­efn­is­stjóra.

Fram kem­ur í gögn­um máls­ins að fyr­ir­spurn­in er send inn í umboði eig­and­ans, SHP consulting ehf. í Mos­fells­bæ. Hug­mynd­in sé sú að í stað Ham­borg­ara­búll­unn­ar yrði reist lítið íbúðar­hús með 6-8 íbúðum ásamt bíla­kjall­ara und­ir hús­inu.

Bygg­ing­in sem fyr­ir er yrði rif­in og ný bygg­ing reist norðar í lóðinni, nær göt­unni Of­an­leiti. Það væri gert til að skyggja minna á aðliggj­andi byggð og skapa skjólgott svæði til suðurs fyr­ir sval­ir og ver­and­ir, að því er fram kem­ur í  Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is