Home Fréttir Í fréttum Nýir Garðheimar rísa í Mjóddinni

Nýir Garðheimar rísa í Mjóddinni

216
0
Nýir Garðheimar. Byggingin sem rísa mun í Mjóddinni verður alls 7.375 fermetrar. Hún verður framleidd í Hollandi og einingarnar verða fluttar til landsins.

Í borg­ar­kerf­inu er til af­greiðslu um­sókn Garðheima um að byggja nýja garðyrkjumiðstöð og versl­un á lóð sem fyr­ir­tæk­inu var út­hlutað í fyrra að Álfa­bakka 6 í Mjódd í Breiðholti.

<>

Nú­ver­andi aðstaða Garðheima við Stekkj­ar­bakka þarf að víkja fyr­ir íbúðabyggð. Því munu Garðheim­ar flytja suður fyr­ir versl­un­ar­miðstöðina í Mjódd, á lóð sem ligg­ur ná­lægt Reykja­nes­braut­inni, í ná­grenni við svæði ÍR-inga.

Til stóð að bílaum­boðið Hekla myndi flytja starf­semi sína á þessi lóð en ekk­ert varð af þeim áform­um. Hekla verður áfram við Lauga­veg.

Í er­indi Garðheima er sótt um leyfi til að byggja garðyrkjumiðstöð, stál­grind­ar­hús, klætt ál­sam­loku­ein­ing­um og gleri á lóð nr. 6 við Álfa­bakka.

PK arki­tekt­ar hafa teiknað húsið. Heild­ar­stærð verður 7.375 fer­metr­ar. Bygg­ing­in verður á einni hæð ásamt milli­hæð, sem mun hýsa skrif­stofu og mat­sal starfs­fólks.

Þetta verður fyrst og fremst garðyrkjumiðstöð en þar verður einnig að finna plöntu- og gjafa­vöru­versl­un, ásamt til­heyr­andi stoðrým­um auk út­leigurýna fyr­ir tengda starf­semi svo sem versl­un­ar­rekst­ur og veit­inga­starf­semi.

Aðkoma að bygg­ing­unni verður frá nýrri fram­leng­ingu Álfa­bakka.

Heimild: Mbl.is