Home Fréttir Í fréttum 22.06.2021 Tálknafjarðarvegur (617) – Endurbygging

22.06.2021 Tálknafjarðarvegur (617) – Endurbygging

145
0
Mynd: BB.is

Vegagerðin óskar eftir tilboðum endurbyggingu vegkafla ásamt gerð grjótvarnar og lagnavinnu á Tálknafjarðarvegi (617-02) um þéttbýlið á Tálknafirði. Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Tálknafjarðarhrepps.

<>

Helstu magntölur í verkinu eru:

– Rif vegyfirborðs                        12.200 m2

– Fyllingar og fláafleygar               8.500 m3

– Styrktarlag                               7.000 m3

– Burðarlag                                 1.370 m3

– Malbik                                    12.000 m2

– Steypt gangstétt                         700  m2

– Staðsteyptir kantsteinar              690  m2

– Regnvatnslagnir                         530  m

– Grjót í rofvörn                        6.800  m3

– Frágangur hliðarsvæða            4.100 m2

Ljúka skal vinnu við lagnir, rofvörn og vinnslu styrktarlas fyrir 1. desember 2021. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2022.

 

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 7. júní tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 22. júní 2021.

 

Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.