Engar ákvarðanir teknar um breytingar
Í svari dómsmálaráðherra sem birt var á heimasíðu Fjallabyggðar segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um breytingar á staðsetningu eininga eða stofnun nýrra starfseininga.
„Bæjarráð þakkar svarið en vill árétta vilja sveitarfélagsins til viðræðna við ráðuneytið komi til breytinga á framtíðarstaðsetningu starfseininga Landhelgisgæslunnar eða stofnun nýrra,” segir í fundargerð bæjarráðs Fjallabyggðar.
Ætla að óska eftir framkvæmdarleyfi í Reykjavík
Þá er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í Morgunblaðinu í dag að hún hyggist á næstu dögum óska eftir framkvæmdaleyfi hjá Reykjavíkurborg til þess að endurbæta og stækka flugskýli gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
„Aðstaðan er orðin hrörleg og þarfnast endurbóta og stækkunar hið fyrsta,“ segir Áslaug Arna í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Ruv.is