Home Fréttir Í fréttum Óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gæsluna í Reykjavík

Óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gæsluna í Reykjavík

125
0
Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Ekkert bendir til þess að Landhelgisgæslan setji upp björgunarmiðstöð á Siglufirði. Bæjarráð Fjallabyggðar sendi ráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar bréf um miðjan síðasta mánuð þar sem sveitarfélagið bauð stofnuninni að setja þar upp aðstöðu.
Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til þess að endurbæta og stækka flugskýli gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.

Engar ákvarðanir teknar um breytingar

Í svari dómsmálaráðherra sem birt var á heimasíðu Fjallabyggðar segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um breytingar á staðsetningu eininga eða stofnun nýrra starfseininga.

<>

„Bæjarráð þakkar svarið en vill árétta vilja sveitarfélagsins til viðræðna við ráðuneytið komi til breytinga á framtíðarstaðsetningu starfseininga Landhelgisgæslunnar eða stofnun nýrra,” segir í fundargerð bæjarráðs Fjallabyggðar. 

Ætla að óska eftir framkvæmdarleyfi í Reykjavík

Þá er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í Morgunblaðinu í dag að hún hyggist á næstu dögum óska eftir framkvæmdaleyfi hjá Reykjavíkurborg til þess að endurbæta og stækka flugskýli gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.

„Aðstaðan er orðin hrör­leg og þarfn­ast end­ur­bóta og stækk­un­ar hið fyrsta,“ seg­ir Áslaug Arna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Ruv.is