Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögu framkvæmdastjóra umhverfissviðs sveitarfélagsins um að taka lægsta tilboði í gatnagerð við Dalshverfi 3.
Tilboðið, frá verktakafyrirtækinu Ellert Skúlason hf. Hljóðar upp á 85,47% af kostnaðaráætlun, eða tæplega 460 milljónir króna.
Verkið skiptist í tvo hluta og á sá fyrri að vera tilbúinn í lok ágúst og sá síðari í lok árs.
Gert er ráð fyrir að úthlutun lóða hefjist síðsumars.
Heimild: Sudurnes.net