Home Fréttir Í fréttum Byggingasvæði lokað í rassíu í Garðabæ

Byggingasvæði lokað í rassíu í Garðabæ

274
0
Mynd: RUV.is
Byggingasvæði á Urriðaholti í Garðabæ var lokað í gær í heimsókn lögreglu og eftirlitsstofnana. Herða á tökin í eftirliti með fyrirtækjum þar sem grunur leikur á brotum á lögum og reglum.

Samstarf endurvakið
Vinnumálastofnun, Vinnueftirlitið og Ríkisskattstjóri hafa tekið höndum saman, eins og gert var fyrir nokkrum árum, og ætla að fara saman í vettvangsferðir með fulltingi lögreglu.„Í morgun var farið af stað. Við sendum fjóra menn og það koma viðlíka mannafli frá hinu stofnunum tveimur og svo lögreglunni. Og við teljum að þetta hafi verið árangursrík aðgerð.“, segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.

<>

Með í för voru einnig fulltrúar stéttarfélagsins Byggiðnar.

Vinnueftirlitið lokað svæðinu samstundis
Þrjátíu manns voru við störf á svæðinu hjá nokkrum fyrirtækjum. Vinnueftirlitið ákvað að loka svæðinu á staðnum. Töluvert miklu var ábótavant, þá aðallega fallvörnum á vinnupöllum. Öll vinna á svæðinu varr bönnuð þar til gerðar voru úrbætur í samræmi við kröfur Vinnueftirlitsins.

Ætla ekki að slaka á í vettvangseftirliti
Skúli Eggert segir að svo virðist sem umfang undanskota í svartri atvinnustarfsemi hafi farið vaxandi undanfarin ár sérstaklega í ákveðnum atvinnugreinum meðal annars í byggingariðnaði.
„Því miður hefur það verið reynslan undanfarið að það er eitt og annað að hvað varðar mannvirkjagerð Mega þá mega atvinnurekendur búast við að fá heimsóknir frá ykkar hópi áfram? Ja við höfum reyndar verið með mjög víðtæk skattaeftirlit á þessu ári og erum búin að fara í á tólfta hundrað fyrirtæki til þess að kanna hvernig staðan er og það eru engin áform um að slaka á því.“

Heimild: Rúv.is