Home Fréttir Í fréttum Ný brú á Skjálfandafljót boðin út í ár

Ný brú á Skjálfandafljót boðin út í ár

128
0
Gamla brúin frá 1930 þjónar nú sem göngubrú, við hlið aðalbrúar. mbl.is/Sigurður Bogi

Stefnt er að því að bjóða út smíði nýrr­ar brú­ar yfir Skjálf­andafljót hjá Foss­hóli á þessu ári. Sam­kvæmt til­lögu um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is um breyt­ing­ar á sam­göngu­áætlun er áætlað að brú­in verði byggð á næstu tveim­ur árum og er reiknað með millj­arði í fjár­veit­ing­ar til verks­ins á ár­un­um 2022 og 2023.

<>

Brú­in á Skjálf­andafljóti er ein­breið og er ný brú liður í því að fækka slík­um brúm á um­ferðar­mikl­um veg­um.

Gunn­ar H. Guðmunds­son, svæðis­stjóri Vega­gerðar­inn­ar á Norður­landi, seg­ir að brú­in verði byggð rétt norðan við nú­ver­andi aðal­brú.

Verður hún fjórða brú­in á Skjálf­andafljót við Foss­hól. Þegar hún verður byggð verða þrjár brýr yfir ána á þess­um stað því járn­grind­ar­brú­in frá 1930 þjón­ar enn sem göngu­brú fyr­ir ferðafólk sem er að skoða Goðafoss og ná­grenni.

Raun­ar sjást enn und­ir­stöður fyrstu brú­ar­inn­ar, tré­brú­ar sem byggð var árið 1883. Gunn­ar reikn­ar þó með að brú­in frá 1972 verði rif­in, þegar sú nýja kem­ur, það sé að bera í bakka­full­an læk­inn að hafa þrjár brýr á þess­um stað, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is