Í síðustu viku skrifuðu Faxaflóahafnir undir verksamning við verktakafyrirtækið Klapparverk ehf. um endurnýjun lagna við Faxagarð.
Verkið felur í sér endurnýjun lagna undir bryggjunni og tengingu þeirra við nýja veituhúsið sem reist var árið 2020.
Þetta er síðari áfangi verkefnisins sem boðinn var út í fyrra, þar sem Klapparverk var lægstbjóðandi.
Fyrri áfanginn var unnin í fyrra og þá var húsið tengt við allar veitur í Austurbakkanum. Vinnan fer að mestu leyti fram undir bryggjunni og er að miklu leyti háð sjávarföllum, því um mjög snúið verk að ræða.
Umsamin verklok eru í lok október. Eftirlit með framkvæmdinni er í höndum Verkfræðistofu Suðurnesja líkt og með fyrri áfangann.
Að framkvæmd lokinni verður hægt að afhenda bæði heitt og kalt vatn á bryggjunni.
Heimild: Faxaflóahafnir