Home Fréttir Í fréttum Ráðin fjármálastjóri Malbiksstöðvarinnar

Ráðin fjármálastjóri Malbiksstöðvarinnar

164
0
Lilja Samúelsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Lilja Samú­els­dótt­ir hef­ur verið ráðin fjár­mála­stjóri Mal­biks­stöðvar­inn­ar og Fag­verks. Lilja er með meist­ara­gráðu í fjár­mál­um fyr­ir­tækja frá Há­skól­an­um í Reykja­vík en síðastliðin fimmtán ár hef­ur hún starfað á fyr­ir­tækja­sviði Lands­bank­ans.

<>

Ráðning Lilju kem­ur til meðal ann­ars vegna vaxt­ar fyr­ir­tækj­anna en þann vöxt má rekja til nýrr­ar og um­hverf­i­s­vænn­ar mal­bik­un­ar­stöðvar á Esju­mel­um að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

„Það er okk­ur orðið nauðsyn­legt að fá mann­eskju eins og Lilju til starfa þar sem vöxt­ur­inn hef­ur verið mun hraðari og markaðshlut­deild­in stærri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir árið 2020.

Við þurf­um að setja frek­ari styrk í fjár­mála­stjórn­un og Lilja býr yfir þeirri reynslu og þekk­ingu sem til þarf,“ er haft eft­ir Vil­hjálmi Þór Matth­ías­syni, fram­kvæmda­stjóra Mal­biks­stöðvar­inn­ar og Fag­verks, í frétta­til­kynn­ingu.

Heimild: Mbl.is