Home Fréttir Í fréttum Endurbæta Kringluna fyrir milljarð

Endurbæta Kringluna fyrir milljarð

180
0
Guðjón Auðunsson er forstjóri Reita. Aðsend mynd

Fasteignafélagið Reitir hagnaðist um milljarð á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samanborið við milljarðstap á sama fjórðungi í fyrra.

<>

Félagið hyggur á endurbætur á sinni stærstu eign, Kringlunni, fyrir rúmlega milljarð króna á næstu misserum.

Leigutekjur námu 2,8 milljörðum og hreinar leigutekjur tæpum 2 milljörðum, sem er 4,6% og 5,7% lækkun milli ára.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu nam 1,8 milljarði og dróst saman um 6,5%. Matsbreyting tímabilsins fór úr ríflega 2,1 milljarðs lækkun í 900 milljóna hækkun milli ára, sem útskýrir viðsnúning afkomunnar.

Hrein fjármagnsgjöld námu 1,4 milljörðum og jukust um þriðjung milli ára þrátt fyrir lækkandi vaxtastig. Vaxtagjöld drógust saman um 12%, en verðbætur hátt í þrefölduðust á móti.

Heildareignir námu 158 milljörðum og jukust lítillega, eigið fé 53 milljörðum og jókst sömu leiðis örlítið. Eiginfjárhlutfall nam því 33,6% og féll örlítið milli ára.

Í skýrslu stjórnar kemur fram að reksturinn hafi verið í takt við áætlanir og horfur. Áhrif faraldursins á tekjur hafi farið minnkandi og útleiga gengið vel.

Þó er áætlað að leigutekjur samstæðunnar hafi dregist saman um 261 milljón króna á fjórðungnum vegna faraldursins, og stjórnendur telja áhrifanna munu gæta að minnsta kosti út árið.

Heimild: Vb.is