Home Fréttir Í fréttum Samþykktu ályktun um ástandsskýrslur fasteigna

Samþykktu ályktun um ástandsskýrslur fasteigna

134
0
Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Alþingi samþykkti í dag þingsályktunartillögu um að ástandsskýrslur fylgi seldum fasteignum. Þingflokkur Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lögðu tillöguna fram í fyrra og var það í raun í fimmta sinn sem það var gert.

Samkvæmt ályktuninni eru skýrslurnar hugsaðar sem greinargóðar upplýsingar um ástand fasteignar, unnar af óháðu matsfólki. Þær eiga að upplýsa kaupendur og seljendur jafnt sem milliliði um ástand húsnæðis til þess að draga úr líkum á leyndum galla í húsnæðinu.

<>

Þingsályktunin felur jafnframt í sér ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum, en hún fellur á þann sem útbýr skýrsluna. Jafnframt er kveðið á um valkvæða viðhaldsdagbók fasteigna fyrir eigendur, þar sem hægt er að skrá framkvæmdir á húsnæði.

Næstu skref eru að undirbúa lagabreytingar í takt við þingsályktunina, en málið heyrir undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Ekki alltaf tími fyrir ástandsmat

Hraðinn hefur verið óvenju mikill á fasteignamarkaði síðustu mánuði og eins og fréttastofa greindi frá í vor þá hafa kaupendur oft ekki tíma til þess að ástandsskoða fasteignir.

Formaður Neytendasamtakanna varpaði meðal annarra fram hugmynd um að skylda fólk til að láta ástandsskoða íbúðir áður en þær fara á sölu.

Heimild: Ruv.is