Home Fréttir Í fréttum Verkís átti lægsta tilboðið í útboði um ráðgjafaþjónustu fyrir fyrirhugaða stækkun Búrfellsvirkjunar

Verkís átti lægsta tilboðið í útboði um ráðgjafaþjónustu fyrir fyrirhugaða stækkun Búrfellsvirkjunar

74
0

Verkís átti lægsta tilboðið í útboði Landsvirkjunar um ráðgjafaþjónustu fyrir fyrirhugaða stækkun Búrfellsvirkjunar en fjórir aðilar skiluðu inn tilboðum í verkið. Landsvirkjun ákvað að taka tilboði Verkís og hefur þegar verið skrifað undir ráðgjafasamning.

<>

Með stækkun Búrfellsvirkjunar verður nýting rennslis Þjórsár við Búrfell aukin umtalsvert, en í dag renna að jafnaði um 410 GWst af orku framhjá stöðinni á ári hverju.

Stöðvarhús neðanjarðar
Verkefnið felst í gerð útboðsgagna vegna framkvæmda við stækkun Búrfellsvirkjunar ásamt lokahönnun og aðstoð á byggingartíma. Áformað er að staðsetja nýtt stöðvarhús neðanjarðar í Sámsstaðaklifi sem mun samnýta inntakslón núverandi virkjunar (Bjarnalón). Umfang ráðgjafaþjónustunnar er áætlað um 60.000 vinnustundir en framkvæmdakostnaður verkefnisins er áætlaður um 14 milljarðar króna.

Orkugeta eykst um allt að 300 GWst á ári
Uppsett afl stækkunarinnar verður 100 MW með einni vél. Stækkunin mun nýta sama fall í Þjórsá og þær sex vélar sem eru í núverandi Búrfellsstöð. Í kjölfar stækkunar mun orkugeta virkjunarinnar aukast um allt að 300 GWst á ári en stefnt er að gangsetningu fyrri hluta árs 2018.

Heimild: Verkís.is

Previous articleUmhverfismat tillögu að samgönguáætlun til kynningar
Next articleOpnun tilboða: Endurbætur á Biskupstungnabraut (35) sunnan Reykjavegar