Home Fréttir Í fréttum Umhverfismat tillögu að samgönguáætlun til kynningar

Umhverfismat tillögu að samgönguáætlun til kynningar

75
0
Slitlag úr vegmöl

Samgönguráð hefur auglýst til kynningar umhverfismat tillögu að samgönguáætlun fyrir tímabilið 2015-2026. Unnt er að gera athugasemdir við umhverfismatið til og með 13. nóvember. Senda skal athugasemdir bréfleiðis merktar umhverfismat til innanríkisráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7 101 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið postur@irr.is.

<>

Undirbúningur samgönguáætlunar 2015-2026 hófst 2013 og hefur við mótun tillögunnar verið haft víðtækt samráð við landshlutasamtök sveitarfélaga, atvinnulífið og fulltrúa frjálsra félagasamtaka. Samhliða mótun tillögu samgönguráðs að tólf ára samgönguáætluninni hefur verið unnið að umhverfismati áætlunarinnar í samræmi við lög um umhverfismat áætlana, nr. 105/2006 sem nú er auglýst til kynningar. Umhverfismatið ásamt drögum að samgönguáætlun og greinargerð má sjá hér að neðan svo og hjá Vegagerðinni og Samgöngustofu.

Heimild: Innanríkisráðuneytið