Home Fréttir Í fréttum 2.800 fermetra kassaverksmiðja rís á Djúpavogi

2.800 fermetra kassaverksmiðja rís á Djúpavogi

94
0
Mikil athafnasemi er ávallt við höfnina á Djúpavogi. Allt að 100 tonnum af laxi er slátrað hjá Búlandstindi á dag. Auk þess er bolfiski landað. mbl.is/Sigurður Bogi

2.800 fer­metra verk­smiðju­hús plast­kassa­verk­smiðju mun vænt­an­lega rísa á Djúpa­vogi í lok árs eða í byrj­un þess næsta.

<>

Fram­kvæmd­ir við grunn húss­ins eru hafn­ar.

Í hús­inu á að fram­leiða 1,2 til 1,3 millj­ón­ir frauðplast­kassa fyr­ir lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in sem standa að laxaslát­ur­hús­inu Bú­landstindi.

Laxaslátr­un­in er for­send­an fyr­ir bygg­ingu plast­kassa­verk­smiðjunn­ar.

Húsið hef­ur stækkað frá því sem áætlað var í upp­hafi, að sögn Elís Hlyns Grét­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Bú­landstinds á Djúpa­vogi.

Áætlað er að stofn­kostnaður húss og tækja­búnaðar geti nálg­ast 1,5 millj­arða króna.

Lax­eldið á Aust­fjörðum gæti þurft 1,2 til 1,3 millj­ón­ir kassa á næsta ári og mun þörf­in mögu­lega aukast með auk­inni fram­leiðslu á laxi.

Til að byrja með verða fram­leidd­ar fá­ein­ar teg­und­ir kassa fyr­ir lax­eldið en er ekki úti­lokað að kass­ar verði seld­ir til annarra út­flytj­enda á fersk­um fiski frá Aust­ur­landi, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is