Home Fréttir Í fréttum Gagnrýna lánveitingar til Vegagerðarinnar

Gagnrýna lánveitingar til Vegagerðarinnar

171
0
Ríkisendurskoðun gagnrýnir að Vegagerðinni sé ætlað að fjármagna rekstur sinn með lántöku úr ríkissjóði. Þetta kemur fram í umsögn Ríkisendurskoðunar um fjárlagafrumvarp næsta árs. Uppsafnaður halli Vegagerðarinnar í lok síðasta árs var 18,7 milljarðar króna.

18,7 milljarða króna halli
Í umsögn Ríkisendurskoðunar er gerð sérstök athugasemd við fjármögnun Vegagerðarinnar. Vegagerðin er fjármögnuð með skatttekjum sem ætlað er að standa undir vegagerðum og framkvæmdum. Vakin er athygli á því að bundið eigið fé Vegagerðarinnar sé neikvætt um 17,2 milljarða króna samkvæmt ársreikningi 2014 og uppsafnaður halli Vegagerðarinnar í árslok 2014 sé 18,7 milljarðar króna. Vegagerðin hafi því farið fram úr fjárheimildum sem því nemi.

<>

Ríkissjóður lánar Vegagerðinni
Tekjustofnar Vegagerðarinnar lækkuðu í efnhagshruninu og því var ákveðið að brúa bilið með lántökum úr ríkissjóði. Vegagerðin fékk því meira frá ríkinu en sem nam mörkuðum tekjustofnunum. Í ársreikningi hefur það því litið þannig út að ríkissjóður láni Vegagerðinni og því hefur neikvætt eigið fé myndast hjá stofnuninni. Vegagerðinni er síðan ætlað að greiða niður skuld sína við ríkissjóð þegar skatttekjur hennar aukast á ný. Verði framtíðartekjur notaðar til að greiða niður skuld við ríkið þyrfti óhjákvæmileg að draga úr framkvæmdum en það hefur ekki verið gert hingð til. Ekki er tilgreint hvernig Vegagerðin hyggst greiða ríkissjóði til baka.

Leggja til annars konar fjárveitingu
Ríkisendurskoðun gerir þá athugasemd við fjármögnun Vegagerðarinnar að ríkissjóður hafi lánað henni fyrir framkvæmdum. Ríkisendurskoðun leggur til að ríkissjóður veiti fé til Vegagerðarinnar frekar en að hún stofni til skuldar við ríkissjóð. Markaðir tekjustofnar eigi ekki að vera notaðir eins og gert hefur verið í tilviki Vegagerðarinnar.

Heimild: Rúv.is

Previous articleÍbúðalánasjóður á 16% íbúða í Sandgerði
Next article14.10.2015 Uppsteypa og frágangur að utan Dalskóli 1. áfangi, leikskóli nýbygging