Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samþykkt tilboð í hönnun frístundamiðstöðvar í Árborg

Samþykkt tilboð í hönnun frístundamiðstöðvar í Árborg

186
0
Frístundamiðstöð í Árborg

Sveitarfélagið Árborg hefur samþykkt að loknu útboði, tilboð VSB Verkfræðistofu og Yrki arkitekta í frumhönnun á nýrri frístundamiðstöð við Selfossvöll.

<>

Tilboðin voru tekin fyrir á 22.fundi frístunda- og menningarnefndar og samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðenda en tvö tilboð bárust frá:

 

  • VSÓ Ráðgjöf 65.943.075
  • VSB Verkfræðistofa og Yrki arkitektar 52.855.756

VSB Verkfræðistofa og Yrki arkitektar skiluðu inn lægra tilboði og reyndist það eftir yfirferð vera kr. 13.912.808- fyrir 1. áfanga en í áætlun eru fjárheimildir fyrir kr. 28.000.000-.

Til nánari útskýringar þá var í útboði óskað eftir að tilboðsgjafar legðu fram tilboð í alla þrjá áfanga verksins auk mögulegra viðbótarverka.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar þarf eftir lok 1. áfanga að taka ákvörðun um hvort haldið verði áfram í næstu áfanga sem og veita mögulegar fjárheimildir.

Verði samþykkt að fara í 2. og 3.áfanga er tilboð VSB og Yrki, fyrir utan möguleg viðbótarverk, 103% af kostnaðaráætlun eða kr. 48.047.756- en áætlun er kr. 46.750.000-.

Nánari upplýsingar  má lesa í meðfylgjandi minnisblaði

Heimild: Arborg.is