Home Fréttir Í fréttum Skakkt „s“ skárra en „Ölfu“

Skakkt „s“ skárra en „Ölfu“

183
0
S-ið hall­ar til vinstri. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Stærðar­inn­ar skilti hef­ur verið sett upp við bæj­ar­mörk sveit­ar­fé­lags­ins Ölfuss, sem áætlað er að kosti á bil­inu 10 til 12 millj­ón­ir. Það er ekki bara stærð skilt­is­ins sem vek­ur at­hygli en svo virðist sem S-ið á skilt­inu sé skakkt.

<>

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Ölfuss, seg­ir í sam­tali við mbl.is verk­tak­ana hafa áttað sig á mis­tök­un­um um leið og verk­inu var lokið en bet­ur þótti fara á að hafa S-ið skakkt en að taka það niður og láta „Ölfu“ eft­ir standa.

Verkið verður klárað hið snar­asta og haf­ist verður handa við að laga S-ið jafn­vel á morg­un að sögn Elliða.

Glögg­ir tóku eft­ir mis­tök­un­um

Twitter­verj­ar gáfu þessu gaum eft­ir um­fjöll­un Vís­is um skiltið, sem er úr corten-stáli og steypu en mikið var lagt í hönn­un þess að sögn Elliða.

Eggert Jó­hann­es­son ljós­mynd­ari mbl.is renndi við og smellti mynd af skilt­inu í kvöld­sól­inni og staðfesti grun twitter­verja; svo virðist sem S-ið hall­ist til vinstri.

Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður Pírata, bend­ir á und­ir twitter­færslu að S-ið á merki sveit­ar­fé­lags­ins hall­ast einnig til vinstri en óvíst er hvort það hafi leitt til mistak­anna.

Heimild: Mbl.is