Home Fréttir Í fréttum Bjarg nær ekki að end­ur­fjármagna

Bjarg nær ekki að end­ur­fjármagna

188
0
Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un var komið á lagg­ir árið 2019 með sam­ein­ingu Íbúðalána­sjóðsog Mann­virkja­stofn­un­ar. Á hún að stuðla að betri, ör­ugg­ari og skil­virk­ari hús­næðismarkaði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bjarg íbúðafé­lag nær ekki að end­ur­fjármagna nærri þriggja millj­arða skuld­bind­ing­ar sín­ar sem stend­ur þar sem Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un hef­ur stöðvað all­ar lán­veit­ing­ar að sinni.

<>

Ástæða stöðvun­ar­inn­ar er al­var­leg­ur ágrein­ing­ur stofn­un­ar­inn­ar við fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið um hvernig fjár­mögn­un stofn­un­ar­inn­ar skuli háttað.

Heim­ild­ir ViðskiptaMogg­ans herma að drátt­ur á end­ur­fjármögn­un Bjargs valdi því að fé­lagið get­ur ekki lækkað leigu­verð gagn­vart skjól­stæðing­um sín­um eins og stefnt hafi verið að.

Heimild: Mbl.is