Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Andrésson, fv. eiganda SA Verks, til að greiða LOB ehf. samtals yfir 100 milljónir, að teknu tilliti til dráttarvaxta og málskostnaðar, vegna vanefnda.
Félagið LOB ehf. varð til við endurreisn Loftorku í Borgarnesi árið 2009 og er í eigu Byggingalausna ehf., félags feðganna Óla Jóns Gunnarssonar og Bergþórs Ólasonar alþingismanns.
SA Verk gerði í ársbyrjun 2015 samning við LOB ehf. um framleiðslu og uppsetningu á forsteyptum einingum vegna hótelbyggingar á Hverfisgötu 103.
Fyrir verkið skyldi SA Verk greiða rúmar 228 milljónir að meðtöldum VSK.
Í maí 2015 kom hins vegar upp ágreiningur milli verkkaupa og undirverktaka sem leiddi til þess að framkvæmdir voru stöðvaðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.