Home Fréttir Í fréttum Verktak­inn per­sónu­lega ábyrg­ur

Verktak­inn per­sónu­lega ábyrg­ur

425
0
Hót­el Skuggi á Hverf­is­götu 103. mbl.is/​Styrm­ir Kári

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt Sig­urð Andrés­son, fv. eig­anda SA Verks, til að greiða LOB ehf. sam­tals yfir 100 millj­ón­ir, að teknu til­liti til drátt­ar­vaxta og máls­kostnaðar, vegna vanefnda.

<>

Fé­lagið LOB ehf. varð til við end­ur­reisn Loftorku í Borg­ar­nesi árið 2009 og er í eigu Bygg­inga­lausna ehf., fé­lags feðganna Óla Jóns Gunn­ars­son­ar og Bergþórs Ólason­ar alþing­is­manns.

SA Verk gerði í árs­byrj­un 2015 samn­ing við LOB ehf. um fram­leiðslu og upp­setn­ingu á for­steypt­um ein­ing­um vegna hót­el­bygg­ing­ar á Hverf­is­götu 103.

Fyr­ir verkið skyldi SA Verk greiða rúm­ar 228 millj­ón­ir að meðtöld­um VSK.

Í maí 2015 kom hins veg­ar upp ágrein­ing­ur milli verk­kaupa og und­ir­verk­taka sem leiddi til þess að fram­kvæmd­ir voru stöðvaðar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.