Home Í fréttum Niðurstöður útboða Þjótandi ehf. átti lægra boðið í Sorpstöðina

Þjótandi ehf. átti lægra boðið í Sorpstöðina

253
0

Þjótandi ehf á Hellu bauð lægst í lóðafrágang við Sorpstöð Rangárvallasýslu á Strönd á Rangárvöllum. Aðeins tvö tilboð bárust í verkið.

<>

Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á rúmar 96,0 milljónir króna en hitt tilboðið var frá Framrás ehf í Vík, tæpar 99,7 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var rúmlega 99,0 milljónir króna.

Verkið felur í sér að steypa upp rampa fyrir flokkun sorps, járnaþjöppuplan og plan við umhleðslustöð. Einnig jarðvinnu, lagnir og malbikun í plani.

Áætlað er að verkinu skuli vera lokið þann 30. júní á næsta ári.

Heimild: sunnlenska.is