Home Fréttir Í fréttum Byggja á þétt­ing­ar­reit í Borg­ar­túni

Byggja á þétt­ing­ar­reit í Borg­ar­túni

332
0
Hér er horft frá hring­torg­inu á mót­um Borg­ar­túns og Nóa­túns. Ný­bygg­ing­in Borg­ar­tún 24 verður áber­andi. Teikn­ing/​THG arki­tekt­ar

Fram­kvæmd­ir eru að hefjast við upp­bygg­ingu 65 íbúða í Borg­ar­túni 24 í Reykja­vík. Upp­bygg­ing­in kall­ar á niðurrif eldri mann­virkja. Á reitn­um var meðal ann­ars bif­reiðaskoðunin Tékk­land.

<>

Magnús Magnús­son, talsmaður verk­efn­is­ins, seg­ir áætlað að fram­kvæmd­irn­ar taki 24 mánuði. Stefnt sé að því að hefja sölu íbúðanna á síðari hluta árs­ins 2022.

Fram­kvæmda­fé­lagið Arn­ar­hvoll muni sjá um upp­bygg­ing­una en fé­lagið hafi ný­verið komið inn í hlut­hafa­hóp­inn.

Magnús seg­ir verk­efnið full­fjár­magnað. Vegna mik­ill­ar spurn­ar eft­ir íbúðum sé markaður­inn far­inn að kalla eft­ir þessu verk­efni.

Miðað við fjölda íbúða og al­gengt fer­metra­verð í hverf­inu – fer­metra­verð margra nýrra íbúða í hverf­inu hef­ur verið 650-700 þúsund krón­ur – má ætla að markaðsverðið muni hlaupa á millj­örðum.

Þá má geta þess að nú eru aðeins tvær óseld­ar íbúðir á Höfðatorgi og í Borg­ar­túni 28a af sam­tals 115 íbúðum.

Heimild: Mbl.is