Home Fréttir Í fréttum Björgólfur byggir í Borgartúni

Björgólfur byggir í Borgartúni

558
0
Björgólfur Thor Björgólfsson. Aðsend mynd

Arnarhvoll, félag í eigu Björgólfs og viðskiptafélaga, stendur fyrir uppbyggingu 65 íbúða á þéttingarreit í Borgartúni 24.

<>

Framkvæmdafélagið Arnarhvoll, sem er í fullri eigu Björgólfs Thors Björgólfssar og viðskiptafélaga hans, stendur fyrir uppbyggingu 65 íbúða á þéttingarreit í Borgartúni 24. Viðskiptamogginn segir frá fyrirhuguðum framkvæmdum.

Er reiturinn staðsettur á mótum Borgartúns og Nóatúns og var bifreiðaskoðunin Tékkland m.a. áður til húsa á reitnum. Til að rýma fyrir uppbyggingunni á reitnum þarf að rífa eldri byggingar.

Í samtali við Viðskiptamoggann segir talsmaður verkefnisins, Magnús Magnússon, að áætlað sé að framkvæmdirnar taki tvö ár og stefnt sé að því að hefja sölu íbúðanna á síðari hluta næsta árs.

Líkt og fyrr segir sér Arnarhvoll um uppbygginguna og segir Magnús félagið nýlega hafa komið inn í hluthafahóp verkefnisins. Verkefnið hafi að fullu verið fjármagnað og ráðist hafi verið í það vegna mikillar eftirspurnar eftir íbúðum á markaði.

Líkt og Fréttblaðið greindi frá í síðasta mánuði keyptu Björgólfur Thor og félagar í eignarhaldsfélaginu LL41 fagfjárfestasjóð GAMMA: Construo út úr Arnarhvoli. Áður átti LL41 47% hlut á móti GAMMA sjóðnum í Arnarhvoli.

Heimild: Vb.is