Home Fréttir Í fréttum Íbúðalánasjóður tapaði 800 milljónum á fyrri árshelmingi

Íbúðalánasjóður tapaði 800 milljónum á fyrri árshelmingi

55
0

Rekstrarniðurstaða Íbúðalánasjóðs á fyrri árshelmingi var neikvæð um 808 milljónir króna, samanborið við 1.308 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Afkoman er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, segir í tilkynningu.

<>

Vanskilum fækkaði
Alls voru 4,14% þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok ágúst 2015, sambærilegt hlutfall í lok ágúst 2014 var 6,04%. Heildarfjárhæð vanskila nam 7,8 milljörðum króna.

Eiginfjárhlutfall sjóðsins hefur hækkað í 4,8% en var 4,5% í upphafi árs. Langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5,0%. Eigið fé Íbúðalánasjóðs í lok tímabilsins er 17.279 milljónir króna en var 18.087 milljónir króna í árslok 2014.

Almenn útlán hækkuðu milli ára
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í ágúst 2015 námu 753 milljónum króna, en þar af voru 404 milljónir króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í ágúst 2014, 297 milljónum króna. Meðalfjárhæð almennra lána var 10,4 milljónir króna. Í lok ágúst 2015 átti Íbúðalánasjóður 1.503 fullnustueignir.

Heimild:  Vísir.is