Home Fréttir Í fréttum Ráðgert er að byggja eftirmynd gamla mjólkurbúsins á Selfossi í miðbæjarkjarna

Ráðgert er að byggja eftirmynd gamla mjólkurbúsins á Selfossi í miðbæjarkjarna

100
0
Mynd/Batteríið

Ráðgert er að byggja eftirmynd gamla mjólkurbúsins á Selfossi í miðbæjarkjarna sem stefnt er að því að rísi við enda Ölfusárbrúar í framtíðinni.

<>

Sigtún þróunarfélag mun í dag skrifa undir viljayfirlýsingu við MS um að þar verði skyr- og mjólkursafn.

Þetta er meðal þess sem greint verður frá á íbúafundi um miðbæinn sem haldinn verður í hótel Selfossi í kvöld.

Þá eru jafnframt uppi viðræður við tvær hótelkeðjur um uppbyggingu hótelíbúða í miðbænum.

Heimild: Sunnlenska.is