Home Fréttir Í fréttum Upphafi framkvæmda vegna kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka var fagnað við Húsavík

Upphafi framkvæmda vegna kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka var fagnað við Húsavík

94
0
MYND/ÍSLANDSBANKI

Upphafi framkvæmda vegna kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka var fagnað við Húsavík í gær, þar sem klippt var á borða á Bakka.

<>

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, og Waldemar Preussner, eigandi PCC, klipptu á borðann í tilefni af áfanganum.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka, sem kom að fjármögnun verksmiðjunnar, segir að hún muni skapa um 120 störf að ótöldum afleiddum störfum.

Heimild: Vísir.is