Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við leikskólann Klappir ganga vel

Framkvæmdir við leikskólann Klappir ganga vel

198
0

Framkvæmdir við leikskólann Klappir hafa gengið mjög vel og undirbúningur fyrir skólastarfið er í fullum gangi.

<>

Reynir Örn Hannesson yfirverkstjóri og Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri segja nánar frá í myndbandinu hér að neðan.

Klappir verður sjö deilda leikskóli fyrir 144 börn. Þar af eru þrjár ungbarnadeildir og er fyrirhugað að bjóða börnum leikskólavist við 12 mánaða aldur. Öll aðstaða og búnaður er fyrsta flokks, en sérstaklega er hugað að góðri hljóðvist og rými fyrir börn og starfsfólk.

„Þetta verður mjög flott mannvirki. Það er mjög mikið verið að leggja í allt hérna og það er klárt mál að þetta verður flottasti leikskólinn á Akureyri,“ segir Örn Hannesson.

Áætluð opnun er 1. september 2021 og þá hefst aðlögun. Drífa segir að það sé mikil spenna fyrir því að hefja starfsemi í skólanum.

„Það er bara mikil tilhlökkun í starfsmannahópnum að undirbúa stefnu skólans og móttöku barnanna. Við munum reyna að gera þetta eins vel og okkur er kostur á,“ segir Drífa.

Í myndbandinu, sem framleitt er af Akureyrarbæ, er rætt nánar við Drífu og Örn. Þá er farið yfir glæsilega aðstöðu skólans, þar sem mun meðal annars vera leiksvæði upp á þakinu og rennibraut innanhúss.

Heimild: Kaffid.is