Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í endurbyggingu á húsinu sem var Ráðhús Vestmannaeyja og byggt er 1927.
Verkið fellst í að fullgera húsið að innan fyrir Ráðhús Vestmannaeyjabæjar.
Búið er að fjarlægja alla einangrun og múr af útveggjum og loftum ásamt innréttingum.
Húsið verður einangrað að nýju og allar innréttingar og lagnir endurnýjaðar.
Verkinu skal vera lokið 1. des 2021.
Óskað er eftir tilboðum í verkið í heild sinni eins og fram kemur á uppdráttum og því er lýst í útboðs-og verklýsingu.
Húsið er 722 m2 2048 m3
Útboðsgögn er hægt að panta hjá TPZ teiknistofu Kirkjuvegi 23 Vestmannaeyjum netfang tpz@teiknistofa.is frá og með 29.mars 2021 og verða send á tölvutæku formi til tilboðsgjafa.
Tilboðum skal skila á netfangið olisnorra@vestmannaeyjar.is eða á skrifstofu Umhverfis-og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, Skildingavegi 5 Vestmannaeyjum fyrir kl 13:45, þriðjudaginn 20.april 2021 og verða opnuð þar kl 14:00 sama dag í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska