Home Fréttir Í fréttum 16.04.2021 Malbiksyfirlagnir í Árborg 2021

16.04.2021 Malbiksyfirlagnir í Árborg 2021

154
0
Mynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í :   „Malbiksyfirlagnir 2021“.

<>

Verkið felur í sér malbiksyfirlagnir í Árborg.  Fræsa skal samskeyti þar sem nýtt malbik kemur að eldra malbiki. Hækka skal niðurfallsristar, brunnlok og spindilhús eftir því sem við á. Eftir að gert hefur verið við stakar malbiksskemmdir skal leggja malbiksyfirlag á göturnar.

Miðað er við að hjólfarafylla og fylla í smærri malbiksskemmdir s.s. steinlos og minniháttar sig í einni yfirlögn. Límbera skal á allt eldra malbik sem lagt verður yfir.

Verklok eru 1. ágúst 2021.

Helstu magntölur eru:

  • Fræsing 490 m
  • Malbik, útlögn og líming 6520 m²
  • Malbik, efni 720 tonn

Útboðsgögn verða afhend í útboðskerfinu Ajour þar sem bjóðendur geta sótt gögn frá og með 26. Mars 2021 kl. 12:00.

https://arborg.ajoursystem.is/Tender/DirectLink/a78effd7-97c9-40b5-a291-c864607761f1

Notkunarleiðbeiningar um kerfið https://help.ajoursystem.com/astopic/tender/

Tilboði skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour.

Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða upp þeim skrám sem gerð er krafa um.

Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Ef enginn póstur berst, hefur afhending ekki tekist.

Bjóðendur skulu í þeim tilfellum leita til Ajour þjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.

Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar.

Skoða nánar