Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Kraftur í húsbyggingum á Blönduósi

Kraftur í húsbyggingum á Blönduósi

129
0
Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Meira hefur verið byggt á Blönduósi síðustu mánuði en mörg undanfarin ár.
Sveitarstjórinn segir þó vanta meiri innspýtingu í landshlutann sem hafi setið eftir í byggðaaðgerðum stjórnvalda.

Árið 2018 hófst á ný bygging íbúðarhúsa á Blönduósi eftir nærri tíu ára hlé.

<>

Á síðustu mánuðum hefur aukinn kraftur færst í húsbyggingar, bæði á vegum verktaka og sveitarfélagsins.

Byggt í nýju íbúðahverfi á Blönduósi

Í nýju íbúðahverfi á Blönduósi eru risin tvö fimm íbúða raðhús og annað þeirra þegar komið í notkun. Þá er fólk nýflutt inn í einbýl og parhús í sama hverfi.

Annars staðar í bænum hefur íbúðafélagið Bæjartún svo sótt uishúsm lóð fyrir fjölbýlishús. „Og þá er verið að horfa frá tólf og allt upp í sextán, átján íbúðir á einhverjum árum,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.

Mest byggt að frumkvæði verktaka

Stærstur hluti þessara framkvæmda segir hann að frumkvæði verktaka en þó með ákveðinni fyrirgreiðslu frá Blönduósbæ.

„Við ákváðum, til þess að þétta byggð hérna í einu hverfi, að fella niður gatnagerðargjöld eins og stundum er gert. Og það var ákveðinn hvati. Þá vorum við með leigutryggingu ef íbúðir myndu ekki seljast, en það hefur ekki reynt á það.“

Blönduskóli stækkaður

Og sveitarfélagið sjálft stendur einnig í framkvæmdum. „Stærst einstaka framkvæmdin hefur verið verknámshús við Blönduskóla, grunnskólann. Og það er að klárast á þessu ári í innréttingum og verður tekið í notkun fyrir haustið,“ segir Valdimar.

Þá á að flytja gömlu brúna, sem eitt sinn var á þjóðveginum yfir Blöndu, og tengja hana sem göngubrú yfir í útivistarsvæðið í Hrútey. Það segir Valdimar í samstarfi við Vegagerðina með styrk úr Uppbyggingasjóði ferðamannastaða.

Landshlutinn setið eftir við aðgerðir í byggðamálum

Hann segir ekki útlit fyrir annað en þessi uppbygging haldi áfram, í hægum skrefum þó. Þessi hluti landsins hafi setið eftir við aðgerðir í byggðamálum síðustu ár og áratugi.

„Hér er þörf fyrir meiri innspýtingu í nýsköpun í atvinnuvegum og öðru slíku. Þannig að við köllum eftir aðstoð ríkisins við það líka, varðandi störf án staðsetningar og stofnanir sem hér geta verið og eru í miklum blóma.“

Heimild: Ruv.is